Öryggisaðgerð fyrir uppþvottavélar
Ísland

Mikilvæg öryggistilkynning:
Hugsanleg eldhætta

Eigendur eftirtalinna Bosch,Siemens uppþvottavéla, vinsamlega bregðist við þessari öryggistilkynningu

Öryggisaðgerð fyrir uppþvottavélar

Við höfum komist að því að rafmagnsíhlutur í örfáum Bosch,Siemens uppþvottavélum, sem framleiddar voru á árunum 1999 til 2005, getur ofhitnað og í mjög fáum tilvikum valdið hugsanlegri eldhættu.

Við erum staðráðin í að uppfylla hæstu staðla hvað varðar öryggi, tæknileg gæði og áreiðanleika fyrir allar vörur okkar. Því höfum við gripið til ráðstafana og bjóðum upp á þessa öryggisaðgerð þér að kostnaðarlausu. Við biðjumst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem öryggisaðgerðin kann að valda þér og þökkum þér fyrirfram fyrir samvinnuna og þolinmæðina.

Til að athuga hvort þetta á við um þína uppþvottavél, vinsamlega gerðu eftirfarandi:

1.

Athugaðu vörumerkið, tegundarnúmerið (Model Number), lotunúmerið (Batch Number) og raðnúmerið (Serial Number) sem finna má innan á hurð uppþvottavélarinnar.

Tegundar-, lotu- og raðnúmerin má finna innan á hurð uppþvottavélarinnar, efst eða ofarlega vinstra megin.
Type plate

2.

Til að komast að því, hvort uppþvottavélin fellur undir öryggisaðgerðina, eru upplýsingar um öll þrjú númerin nauðsynlegar.


t.d. SGS53A58EU/01(sláðu inn allt númerið eins og sýnt er)

t.d. 8304

t.d. 00371
EÐA

Hafðu samband við þjónustuver okkar í frínúmerið 00800-19081908

Svarað verður frá mánudegi til föstudags 08.00-16.00.
Ekki er svarað um helgar og á almennum frídögum.

Algengar spurningar

Þessi öryggistilkynning gildir aðeins fyrir takmarkaðan fjölda uppþvottavéla og ekki fyrir aðrar Bosch,Siemens vélar.